24.7.2013 | 15:14
Lokun á USA markað vegna öryggis?
Nú þegar búið er að banna barnabílstóla frá USA sökum öryggiskrafna, sem er jákvætt að stólar sem eru ekki öruggir séu ekki á íslenskum markaði, þá hækkar verð á þessum gríðarlega öruggu barnabílstólum frá Evrópu. Um leið og lögin tóku gildi þá hækkaði verð t.d. um 33% eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. Ég er ekkert viss um að þeir stólar séu 33% öruggari, eða að krónan hafi fallið um 33% á þessum tímamótum.
Nei, þarna sést græðgi íslenskra kaupmanna. Búið er að loka á flæði á öryggisbúnaði frá USA sem fólk hefur keypt enda ómögulegt fyrir fólk með ung börn að standa undir þeim kostnaði sem lendir á því að kaupa barnavörur hér á Íslandi. Það er ekki bara bílstólar sem þarf að fjárfesta í. Barnavagnar sem eru komnir hátt á annað hundraðið og síðan þessar hefðbundnu rekstrarvörur, bleygjur, blautþurrkur og mögulega þurrmjólk (þegar þannig ber undir).
Hér á Íslandi þurfum við að fara að huga betur að fjölskyldufólki til þess að draga markvisst úr rekstarkostnaði þess. Að sjálfsögðu ætti öryggisbúnaður að vera mjög ódýr og spurning hvort hann mætti vera niðurgreiddur af hinu opinbera. T.d. mætti nýta brot af eldsneytisgjaldinu í þann þátt (án þess að hækka það gjald).
En getur það gengið hér á landi? Yrðu vörurnar lækkaðar í verði, myndi það skila sér til neytenda eða enda eins og þegar virðisaukaskattturinn var lækkaður á matvörum á sínum tíma og skilaði sér að öllum líkindum að stærstum hluta til kaupmanna?
Þurfum við að hafa "ríkis"-barnabílstóla til að tryggja lágt verð?
Barnabílstóllinn hækkaði um 33% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvers vegna þurfum við að fara að huga betur að fjölskyldufólki til þess að draga markvisst úr rekstarkostnaði þess? Það fær nú þegar barnabætur og leikskóla sem að miklum hluta er fjármagnaður af skattgreiðendum. Hafi fólk ekki efni á barneignum ætti það að láta vera að unga út fleiri ómögum. Skattgreiðendur hafa nóg annað að greiða þó þeir fari ekki að fjármagna klúður fólks sem fyrir löngu ætti að vera búið að taka úr sambandi.
Gott væri ef foreldrar hefðu þann þroska að taka ábyrgð á eigin gjörðum og hættu að væla endalaust um styrki, launað frí, niðurgreiðslur og bætur eins og barneignir væru alvarleg fötlun sem skattgreiðendur hefðu valdið þeim. Reynið að standa í lappirnar aumingjar.
Óskar (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 17:22
Bara til að minna á.
Stærsta lygin í íslenskum samfélagi í dag er "línuleg fylgni launahækkanna til vöruverðs".
Nú er búið að hækka allar vörur rækilega og þá komið að því með haustinu að launin hækki um amk 10%.
Nú segir einhver máski: "brjálæði".
Það er einfaldlega ekki svo.
Hlutfallslegur kostnaður launa af rekstri fer hvergi í verslun hérlendis yfir 30% og er algengt í stórverslun um 10-12% sem þýðir að 10% hækkun launa myndu aldrei þýða meira en 1,5%, jafnvel með tvíverkun.
Óskar Guðmundsson, 24.7.2013 kl. 18:44
Það eru stórar yfirlýsingar og miklar pælingar, menn halda varla vatni og reyta hár sitt og skegg, þegar verðkönnun er gerð á einum stól í einni verslun...........
Espolin (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 19:54
Sæll Kristján,
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa umræðu. Við notuðum barnabílstóla fyrir dóttur okkar, sem ég held að flestir hafi verið í kringum 100 dollara. Hún var í svona stól þegar keyrt var inn í hliðna á bílnum okkar, þeim megin sem hún sat, þegar hún var 3ja ára. Fyrir utan nokkur tár þá var hún í fínu lagi. Þetta var ekki harður árekstur en samt nóg til þess að hvoruga hurðina á þeirri hlið var hægt að opna.
Britax stóla er hægt að fá á netinu (amazon.com t.d.) fyrir um 200 dollara (mismunandi eftir tegundum - finn ekki þennan Baby-safe plus á britax vefsvæðinu hér í USA eða á amazon.com) og þessi tiltekni stóll kostar 129.99 pund í Bretlandi frá framleiðanda. Ef menn vilja borga fyrir merki, þá borga menn fyrir merki. Mig minnir reyndar að einn stóllinn sem við keyptu hafi verið Britax, man það ekki fyrir víst.
Mér sýnist að þessir nýju ISOFIX stólar séu mun betri heldur en þessir stólar sem við vorum með fyrir 10 árum eða svo. Það var oft hrein kúnst að koma öryggisbeltunum rétt fyrir svo að stólarnir væru stöðugir.
Eftir því sem ég best skil, þá eru munurinn milli FMVSS 213 (US) staðlinum og ECE R44 staðlinum (Evrópa) er sá að í FMVSS er mældur hraði höfuðs við árekstur en í ECE R44 er það hraðinn á brjóstkassanum mældur og frá honum er hraði höfuðs áætlaður. Annar staðallinn horfir helst til höfuðmeiðsla en hinn til meiðsla á baki og brjóstkassa.
Ég bendi líka á smá klausu á vefsvæðinu hjá Sjóvá á http://www.forvarnahusid.is/article.aspx?ArtId=147&catID=238
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 24.7.2013 kl. 22:17
Þarna var LANDRÁÐAFYLKINGARFÓLK að verki það átti að byrja á því að gera landsmenn háða evrópumarkaði. Þetta er bara fyrsta skrefið í því ferli sannið til. Og þegar einokun er komin á þá HÆKKA verðin.................
Jóhann Elíasson, 24.7.2013 kl. 23:37
Einn stóll í einni verslun....
Espolin (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 00:50
Þessi Óskar þarna er ekki með fullefemm.
Held að sá maður ætti að leita sér hjálpar...
Vorkenni þessum grasasna
Arnar (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 08:21
@Óskar, þú þarna heimski grasasni þú ert einn af örfáum sem finnst að barnafólk eigi bara að bera allan kostnað við að eiga börn... með sömu rökum skalt þú bara sjálfur skipta um bleyjurnar á þér og sjá um þig þegar þú lendir á elliheimili. Og að sjálfsögðu bera allan kostnað
Wilfred (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 12:14
Þegar ræfilstuskurnar eru farnar að minnast á niðurgreidda bílstóla, barnavagna, bleyjur, blautþurrkur og þurrmjólk þá er flokkun barneigna sem fötlunar og sjúkdóms sem skattborgurum ber að styrkja gengin aðeins of langt.
Sem betur fer eru þeir margir sem telja að barneignir eigi að vera á ábyrgð foreldranna. Að barneignir séu ekki fötlun eða sjúkdómur. Og að aumingjavæðing foreldrahlutverksins sé engum til góðs.
Óskar (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.