Tilboð á bensíni og díselolíu - Afsláttur eða gott verð???

Í dag var þrusu afsláttur á öllum bensínstöðvum að ég held. Síminn stoppaði ekki framan af degi þar sem N1 reið á vaðið og tilkynnti mér í SMS að afsláttur væri 12 krónur þann daginn. Næst kom SMS frá Atlantsolíu og sami afsláttur, síðan fylgdi ÓB á eftir. Allir með sama afslátt. Ég kíkti á heimasíðu Orkunnar og viti menn, 12 krónu afsláttur. Mikið var ég ánægður að sjá þennan afslátt þó svo að hann sé ekki nema 2 krónum meiri en hefðbundinn afsláttur er hjá mér í dag. Ég skráði mig í Afsláttar þrep Orkunnar fyrir síðustu mánaðarmót og þar sem ég nota alltof mikið eldsneyti í hverjum mánuði þá fæ ég 10 krónu afslátt á “minni” stöð.


En jæja ég var nokkuð hress með þetta eins og eflaust margir aðrir. Síðan varð mér á að keyra framhjá bensínstöð Atlantsolíu við Sæbraut. Þar sá ég að útsöluverð bensíns var í 241,3 (eða þar um bil). Þá hrökk ég við og trúði ekki mínum eigin augum, ég hafði keypt bensín fyrir rúmri viku og þá kostaði líterinn (á skilti) 236,2 kr. Því næst átti ég leið hjá Orku-stöð við Miklubraut og sá sama verðið þar, eða reyndar eins og venjulega 10 aurum lægra en hjá AO.


Sem sagt á aðeins einni viku hafði bensín hækkað um 5 krónur og ég held að þessi hækkun hafi komið til framkvæmda á síðustu dögum en ég fylgist nokkuð vel með breytingum á verðlagi (eða reyni það eftir bestu getu en það reynist mjög erfitt þar sem verð hækkar og lækkar ansi oft). Hef ekki fundið fréttir um hækkanir hér heima, einu fréttir um breytingar á olíuverði er erlendis frá og það reyndar lækkanir en það er nú önnur saga.


En þetta er algjört snilldarbragð hjá olíufélögunum að hækka verðið, veita “ríflegan” afslátt og láta nýja háa verðið gilda eftir það. Því allir gátu fengið góðan afslátt, reyndar af háu verði. Við gerum ekki athugasemdir daginn eftir því það var svo flottur afsláttur í gær og í raun spáðum ekkert mikið í verðinu daginn áður. En er það ekki afslátturinn sem gildir er það ekki eða hvað?


Auglýsing Múrbúðarinnar hljómar endalaust í hausnum á mér: “Afsláttur eða gott verð?” Hvort viljum við? Jú við viljum alltaf góðan afslátt, þeim mun hærri sem hann er þeim mun betur líður okkur, af því að við erum að fá vöruna á “betri kjörum” en náunginn við hliðina á okkur eða það teljum við.


En mér finnst eins og ég hafi verið hafður að fífli í dag en leið örlítið betur af því ég fékk svo góðan afslátt (þó svo verðið hafi á endanum verið 3 krónum hærra en fyrir viku).


En við verðum víst að sætta okkur við þetta, krónan fellur eftir nokkuð góða styrkingu að undanförnu. Okkur er sagt að það séu svo mikil verðmæti í því að hafa krónuna. Hún hjálpar okkur, segja sumir. Ég er ekki alveg sannfærður um það.

 

En hversu margir vissu að verðið hafði hækkað um 5 krónur? 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki ég

Hrafn (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 00:11

2 identicon

Hvernig væri bara að hætta með alla þessa afslætti og hafa bara lægra verð!!

Það kæmi sér líka vel í lækkun verðtryggðra lána.

Nú fylgja eflaust allir fordæmi Orkunnar og bjóða upp á svona 10kr afslátt ef þú keyptir nógu mikið bensín í síðasta mánuði. Þannig að þeir hafa þá verðið á dælunni 10 kr hærra en áður en byrjuðu með þessi afsláttarkerfi.

Konni (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 15:07

3 identicon

Ég hef fastan svokallaðan 12 kr. afslátt hjá N1 en raunveruleikinn er sá að á dælunni fæ ég c.a. 6 kr. í afslátt, 2 punkta sem gilda sem 2 kr. ef keypt er eldsneyti fyrir það og því vantar 4 kr. upp á. Það orsakast af því að þessi snilldar afsláttarkjör miðast við fullt verð á stöð með þjónustu sem dælir á bílinn. Ég bý á landsbyggðinni og því þekkjast þessar stöðvar nánst ekki og ég dæli sjálfur fyrir þetta verð.

Gaman væri að vita hver raunverulegur afsláttur er í þessum tilboðum.

Garðar Héðinsson (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 18:14

4 identicon

útsöluverð á bensíni kl 7:48 í gær hjá Orkunni var 239,3 kr á lítra, þannig hækkun gærdagsins var um 2 kr á lítra

Telma (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 22:11

5 identicon

Í gær sögðu þeir að það væri 12kr. afsláttur hjá OB

Í gær keypti ég bensín á kr. 229,3 lítirinn í fyrradag keypti ég líka bensín á sömu stöð og þá kostaði líterinn 236.4.  Munurinn er 7.10 ekki 12.

Elenóra Margrét Jósafatsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband